Ábúðarlög

Mánudaginn 10. apríl 2000, kl. 17:31:59 (6279)

2000-04-10 17:31:59# 125. lþ. 96.28 fundur 239. mál: #A ábúðarlög# frv. 21/2000, ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 125. lþ.

[17:31]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég vil láta það koma fram að ég skrifaði undir þetta frhnál. með fyrirvara. Ég tek sannarlega undir þessa viðbót, þessa brtt. frá landbn. sem kom fyrst fram í brtt. frá Guðjóni A. Kristjánssyni og kemur fram í 1. efnismgr. 1. gr. og er svohljóðandi, svo það sé öllum ljóst, með leyfi forseta: ,,Þegar leiguliðaskipti verða á jörðum og ekki liggur fyrir samkomulag milli aðila um skiptin skal framkvæma úttektir á jörðunum og mat á eignum og endurbótum fráfarandi ábúanda.``

Fyrirvari minn er við 2. gr. og 6. gr. Ég legg því áfram fram brtt. við ábúðarlögin varðandi þessar greinar og tek að svo komnu máli ekki undir að núna verði lagt til að tveir úttektarmenn verði fyrir landið allt sem taki út jarðir við leiguliðaskipti og að ekki sé tekið inn í lögin eitthvert ákvæði um kostnað varðandi úttektir á jörðum. Því legg ég áfram fram brtt. við þessar greinar og vísa til fyrri greinargerða og rökstuðnings um málið.