Ábúðarlög

Mánudaginn 10. apríl 2000, kl. 17:41:23 (6283)

2000-04-10 17:41:23# 125. lþ. 96.28 fundur 239. mál: #A ábúðarlög# frv. 21/2000, Frsm. HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 125. lþ.

[17:41]

Frsm. landbn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Nú um stundir eru fáar úttektir sem eiga sér stað og sárafáar sem koma til matsnefndar eða matsmanna og ég tel ekki skynsamlegt að svo stöddu að vera að búa til eitthvert bákn úr því. En þau sjónarmið sem hv. þm. rakti og eru ættuð einkum frá hv. þm. Þuríði Backman koma vafalaust til athugunar við endurskoðun laganna. Það er góður gangur á þeirri endurskoðun nú um stundir og ég vænti þess að heildarendurskoðun ljúki í sumar og hægt verði að leggja frv. fyrir næsta starfandi þing.