Ábúðarlög

Mánudaginn 10. apríl 2000, kl. 17:42:20 (6284)

2000-04-10 17:42:20# 125. lþ. 96.28 fundur 239. mál: #A ábúðarlög# frv. 21/2000, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 125. lþ.

[17:42]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna þeirri yfirlýsingu hv. formanns landbn. um að hann muni beita sér fyrir því og hvetja til þess að heildarendurskoðun komi á þeim lögum og ákvæðum sem lúta að ábúð og ábúðarlögum og meðferð jarða og þá ekki hvað síst um stefnu ríkisins í sölu á ríkisjörðum eða réttara sagt að tekið verði fyrir það að ríkisjarðir séu seldar nema til þeirra sem byggja og nytja þær. En ég fagna yfirlýsingu hv. formanns landbn. Hann mun vilja beita sér fyrir því að það gangi hraðar en á hraða snigilsins að koma þessum nauðsynlegu frv. fram og þess vegna hefði líka verið ástæða til að fresta þessu máli þangað til það væri þá lagt fram sem hluti af ákveðinni heild.