Vörugjald af ökutækjum

Mánudaginn 10. apríl 2000, kl. 18:05:42 (6294)

2000-04-10 18:05:42# 125. lþ. 96.39 fundur 385. mál: #A vörugjald af ökutækjum# (metangas- eða rafmagnsbílar) frv. 38/2000, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 125. lþ.

[18:05]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum.

Nefndin sendi málið til umsagnar nokkurra aðila og þeirra er getið í nál. Með frv. er lögð til lækkun á vörugjaldi af bifreiðum með vélar sem nýta metangas eða rafmagn að verulegu leyti í stað bensíns eða dísilolíu. Markmiðið með þessu er að hvetja til þróunar og notkunar á slíkum ökutækjum sem ekki hafa jafnskaðleg áhrif á umhverfi og hefðbundnir orkugjafar fyrir slík tæki.

Undir nál. rita nefndarmenn. Þó gera fjórir nefndarmenn fyrirvara um málið og þeir munu væntanlega gera grein fyrir þeim. En nefndin leggur til að frv. verði samþykkt.