Atvinnuréttindi útlendinga

Mánudaginn 10. apríl 2000, kl. 19:26:45 (6313)

2000-04-10 19:26:45# 125. lþ. 96.35 fundur 261. mál: #A atvinnuréttindi útlendinga# (undanþágur) frv. 41/2000, Frsm. ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 125. lþ.

[19:26]

Frsm. félmn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hefur áður komið fram að við reiknum alls ekki með því að þetta leysi allan þennan vanda. Þessi tvö lagafrv. eru hins vegar tilkomin vegna starfa nefndar þar sem ráðuneyti og Reykjavíkurborg, lögreglan og fleiri aðilar áttu fulltrúa. Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri það sem hægt væri að gera sem bráðaaðgerð en ég reikna með að yfirvöld hafi þetta áfram til umfjöllunar til að athuga hvað er hægt að gera til þess að sporna frekar við starfseminni teljist hún óæskileg.