Fjáröflun til vegagerðar

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 13:42:25 (6315)

2000-04-11 13:42:25# 125. lþ. 97.6 fundur 223. mál: #A fjáröflun til vegagerðar# (afsláttur af þungaskatti) frv. 31/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[13:42]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ljóst er að þó að þetta frv. komi til móts við álit samkeppnisráðs og tryggi betur stöðu sjálfstætt starfandi einstaklinga í vöruflutningum standa enn eftir meingölluð lög um þungaskatt. Minni hlutinn vísar allri ábyrgðinni á málinu á hendur ríkisstjórninni og meiri hluta nefndarinnar. Minni hlutinn hvetur til að þegar verði hafist handa við að taka upp olíugjaldskerfi en mælagjald þungaskatts lagt af og frv. um það verði lagt fram strax í upphafi næsta þings. Þingmenn Samfylkingarinnar munu því sitja hjá við afgreiðslu þessa frv.