Aukatekjur ríkissjóðs

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 13:47:19 (6318)

2000-04-11 13:47:19# 125. lþ. 97.7 fundur 258. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (gjaldtökuheimildir o.fl.) frv. 55/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[13:47]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að í nál. efh.- og viðskn. kemur fram að nefndin telji að ekki hafi verið mörkuð nægilega skýr heildarstefna hjá hinu opinbera varðandi skil milli þjónustugjalda og skattheimtu. Beinir nefndin því til fjmrh. að hann hlutist til um að fram fari endurskoðun á aukatekjum ríkissjóðs og ríkisstofnana með hliðsjón af þál. frá maí 1993 um aukatekjur ríkissjóðs og gjaldtökur ríkisstofnana. Leggur nefndin áherslu á að endurskoðun verði hraðað þannig að ráðherra geti í upphafi næsta þings lagt fram frv. sem feli í sér skýra heildarstefnu um skil milli skattheimtu og þjónustugjalda. Í trausti þess að það verði gert segi ég já.