Notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 16:29:23 (6356)

2000-04-11 16:29:23# 125. lþ. 97.20 fundur 233. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands# þál., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[16:29]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Afskipti Alþingis af þessu litla máli eru táknræn. Þau eru táknræn um vilja til málverndar. Það ber að skilja þessi afskipti víðum skilningi. Það ber að skilja þau þannig að það sem hefur verið að gerast í sambandi við veðurmál og innan Veðurstofunnar í þessu tilliti sé óheppilegt. Það má skilja það þeim víða skilningi að aðrar stofnanir sem um slík mál fjalla eigi þá að taka sér slíka viljayfirlýsingu til fordæmis og gæta þess að slíkt hendi þær ekki heldur að ástæðulausu. Það er undirstaðan í málflutningi mínum og veldur því að ég mun styðja þetta mál. Ég tel að það hafi verið fullkomlega ástæðulaust og engin rök hafi verið fyrir að gera þessa breytingu.