Notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 16:37:06 (6361)

2000-04-11 16:37:06# 125. lþ. 97.20 fundur 233. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands# þál., Frsm. minni hluta ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[16:37]

Frsm. minni hluta umhvn. (Ásta Möller) (andsvar):

Herra forseti. Það er gaman að eiga um þetta orðastað en ég held að það leiði ekki til neinnar niðurstöðu fyrr en við sjáum atkvæðagreiðsluna á morgun. Þar tekur fólk ákvörðun eftir sínum eigin vilja. Ef þetta gengur hins vegar eftir þá er spurningin hvort flutningsmenn vilji leggja fram þáltill. að taka upp hitastigslýsingarnar í veðurlýsingum líka eins og ég nefndi áðan. Ég mundi ekki mæla með því en kannski hnígur smekkur manna að því.