Notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 16:38:08 (6362)

2000-04-11 16:38:08# 125. lþ. 97.20 fundur 233. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands# þál., SighB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[16:38]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hér er um að ræða hið merkasta mál en ekki eitt af þýðingarmestu viðfangsefnum Alþingis. Nú er langt liðið á þriðja síðasta dag fyrir páskaleyfi alþingismanna og mörg stór mál bíða úrlausnar. Þess vegna vil ég spyrja hæstv. forseta hvort ætlunin sé sú að ljúka umræðu um þetta mál áður en haldið er áfram með önnur dagskrármál eða ekki. Ég er alveg sannfærður um að ef það er ætlunin þá eiga margir eftir að koma á mælendaskrá í þessu máli. Ég legg því til við forseta --- það eru tveir forsetar á mælendaskrá --- að þeir leggi sig fram um það að greiða fyrir þingstörfum og bíði með frekari umræður um málið þar til síðar.