Notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 16:39:24 (6364)

2000-04-11 16:39:24# 125. lþ. 97.20 fundur 233. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands# þál., SighB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[16:39]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Sá sem kom hér upp og mælti þessi orð er forseti Alþingis, aðalforseti Alþingis. Ég spurði forseta hvort ætlunin væri að halda áfram. Og ber að skilja það svo að það sé ósk forseta að halda þessu máli áfram til loka án tillits til þess hvort fáir eða margir munu taka til máls? Ég beindi fyrirspurn minni til hæstv. forseta hvort hann væri ekki reiðbúinn til að greiða fyrir gangi mála á eðlilegan hátt í þingstörfum með því að taka til við önnur mál og fresta umræðu um þetta og ég vænti þess að fá svar. Ég trúi því ekki að meining forseta sé að halda því til streitu að ljúka umræðu um þessi mál áður en hægt er að taka fyrir önnur mál sem bíða umræðu á dagskránni og eru að mínu viti miklu mikilsverðari en þetta.