Kjarasamningar opinberra starfsmanna

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 17:10:34 (6374)

2000-04-11 17:10:34# 125. lþ. 97.21 fundur 225. mál: #A kjarasamningar opinberra starfsmanna# (fjöldauppsagnir) frv. 67/2000, Frsm. minni hluta JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[17:10]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað er það alveg hárrétt hjá hæstv. ráðherra að tveir samningsaðilar koma að þessu borði og þurfa að ná sameiginlegri niðurstöðu í þessu máli. En ég hygg, eftir að hafa hlustað á samtök opinberra starfsmanna og heildarsamtökin, að ekki standi á þeim að ljúka þessu máli fyrir haustið áður en kjarasamningar verða lausir og að þeir séu vel undirbúnir til þessara viðræðna. Mín skoðun er því sú að það standi ekki á heildarsamtökunum að ljúka þessu máli fyrir haustið eins og ég tel rétt og eðlilegt.