Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 18:17:00 (6382)

2000-04-11 18:17:00# 125. lþ. 97.22 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, Frsm. meiri hluta TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[18:17]

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Tómas Ingi Olrich) (andsvar):

Herra forseti. Hv. síðasti ræðumaður spurði mig hvers vegna íslensk stjórnvöld hefðu ekki leyst þetta deilumál með samningaviðræðum sem hefði kostað fyrirtæki stórfé. Ég held að eðlilegra sé að hv. þm. beini þessari spurningu til utanrrh. þar sem hann fer með slík mál frekar en að sá sem hér stendur sé að svara þessu. Ég tek það aðeins fram að það hvernig þetta fyrirtæki flæktist inn í þessi kostnaðarsömu deilumál fyrir bandarískum dómstólum gerist að sjálfsögðu stig af stigi. Það er erfitt að sjá þetta fyrir og kannski erfitt að blanda því saman.

Ég vil geta þess að lokum að því miður þarf ég að bregða mér burtu úr Reykjavík á eftir. Ég hef því mjög takmarkaðan tíma til að svara fyrirspurnum. En ég skal taka þær niður og reyna að koma þeim svörum á framfæri síðar.