Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 18:20:19 (6384)

2000-04-11 18:20:19# 125. lþ. 97.22 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, Frsm. meiri hluta TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[18:20]

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Tómas Ingi Olrich) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins geta þess að auðvitað er það ákvörðun einkafyrirtækis hvort það fer í málsókn eða ekki. Einkafyrirtækið ber á því ábyrgð. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð.

Síðan er rétt að geta þess að Bandaríkjamenn geta ekki gert neinar athugasemdir við það þó að íslensk stjórnvöld kjósi að festa með lögum reglur um hvernig Íslendingar standa að þessum málum. Bandaríkjamenn geta ekki gert neina athugasemd við það, enda hafa íslenskir aðilar ekki gert neina athugasemd við það hvernig Bandaríkjamenn hafa staðið að þeim hluta samningsins sem að þeim veit, en eins og kunnugt er standa Bandaríkjamenn með mjög sérstökum hætti að því.