Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 13:54:17 (6470)

2000-04-12 13:54:17# 125. lþ. 98.7 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 125. lþ.

[13:54]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð er því fylgjandi að bandarískur her hverfi af landinu og höfum við lagt fram tillögur í þinginu um hvernig staðið skuli að þeim brottflutningi og viljum við hefja viðræður um brottflutning hersins. Við munum ekki greiða atkvæði um þennan samning að öðru leyti en því sem snýr að hagsmunum íslenskra sjómanna. Brtt. hv. þm. Guðmundar Hallvarðssonar snúa að því og einnig tillaga frá hv. þm. Sighvati Björgvinssyni og munum við sitja hjá við frv. í heild sinni en greiða atkvæði með brtt. 982, 983 og 988.