Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 14:02:29 (6473)

2000-04-12 14:02:29# 125. lþ. 98.7 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 125. lþ.

[14:02]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ákvæði til brb. II í þessu frv. fjallar efnislega um að grípa inn í samningaferli í miðjum klíðum og setja forsendur fyrir forvali verktaka sem ekki voru fyrir hendi þegar til samninga var gengið og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að framlengja gerða samninga þó svo ákvæði séu í samningum undirrituð af báðum aðilum fyrir því að framlagningarheimild sé fyrir hendi. Þetta nær ekki nokkurri átt.

Breytingartillaga sú sem hér er verið að greiða atkvæði um er eingöngu á þá leið að mönnum skuli gefast einhver frestur til þess að aðlaga sig að hinum nýju kröfum áður en gengið verður á rétt þeirra. Verði sú tillaga felld munum við greiða atkvæði gegn bráðabirgðaákvæðinu í heild sinni.