Notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 14:12:23 (6476)

2000-04-12 14:12:23# 125. lþ. 98.8 fundur 233. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands# þál., HjálmJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 125. lþ.

[14:12]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Hvar mundi það enda ef Alþingi færi að álykta um málfar og hugtakanotkun hjá ríkisstofnunum og yfirleitt í þjóðfélaginu í hverju einstaka tilviki ef breytingar verða? Málið hlýtur að hafa frelsi til að þróast og það mun gera það hvað sem Alþingi kemur til með að álykta. En í trausti þess að Veðurstofa Íslands átti sig á því að þjóðinni er ekki sama um þetta, þá segi ég samt sem áður nei við þessari tillögu.