Húshitunarkostnaður

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 14:39:58 (6487)

2000-04-12 14:39:58# 125. lþ. 99.2 fundur 513. mál: #A húshitunarkostnaður# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 125. lþ.

[14:39]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Sérhver niðurgreiðsla eða jöfnun á flutningskostnaði er þjóðhagslega óhagkvæm. Hún skekkir neyslu og hvetur fólk til að kaupa of mikið af dýrum vörum. Þess vegna spyr ég hæstv. iðnrh. hvort hann eða nefnd hans hafi hugleitt að taka upp beingreiðslur til neytenda á köldum svæðum þannig að fólk geti þá einangrað betur eða lækkað hita í híbýlum sínum sem er reyndar heilbrigðismál og jafnvel notað annað eldsneyti eins og rekavið og jafnvel virkjað bæjarlækinn sem gæti orðið samkeppnisfær.

Ég vil enn fremur spyrja hvernig hann hyggist leysa þau félagslegu hlutverk sem Rarik hefur verið falið þegar kemur að því að einkavæða og auka samkeppni í orkugeiranum.