Eldsneytisafgreiðsla á Egilsstaðaflugvelli

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 15:37:42 (6510)

2000-04-12 15:37:42# 125. lþ. 99.11 fundur 456. mál: #A eldsneytisafgreiðsla á Egilsstaðaflugvelli# fsp. (til munnl.) frá samgrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 125. lþ.

[15:37]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er um afar mikilvægt mál að ræða fyrir Egilsstaðaflugvöll að hægt sé að afgreiða þar bensín með eðlilegum hætti. Það er metnaðarmál að Egilsstaðaflugvöllur geti orðið millilandaflugvöllur og þá má þetta mál ekki verða til þess að fæla frá þann áhuga og metnað.

Mér sýnist vera þörf á, herra forseti, að taka þessa samninga upp við olíufélögin og athuga hvort ekki megi ná eðlilegum samningum með þeim hætti að þarna sé afgreitt bensín, ekki aðeins í neyðartilvikum heldur með reglubundnum hætti fyrir þotuflug. Og ég vil benda á verðið sem hv. þm. Þuríður Backman minntist á, hinn mikla verðmun. Þetta er ekki aðeins gífurlegur verðmunur á Egilsstöðum. Þetta er líka á Akureyri og Hornafirði. Þetta er hrein misbeiting á þeim rétti sem þessi oíufélög hafa í sölu á bensíni til flugvéla á öllu landinu.