Yfirlitsskýrsla um alþjóðamál

Fimmtudaginn 13. apríl 2000, kl. 11:48:38 (6522)

2000-04-13 11:48:38# 125. lþ. 100.1 fundur 612. mál: #A yfirlitsskýrsla um alþjóðamál# skýrsl, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 125. lþ.

[11:48]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Það var ástæðulaust að skilja orð mín svo að ekki mætti skoða þetta, enda var það ekki meiningin með athugasemd minni. Hins vegar langar mig til að benda á að nýting náttúruauðlinda á norðlægum svæðum nýtur mjög víða, eins og ég nefndi í ræðu minni, skattalegrar aðstoðar. Það á í raun við um iðnaðarstarfsemi sem er alþjóðlegs eðlis, eins og olíuvinnslu, vinnslu á málmgrýti og ýmiss konar aðra starfsemi. Hingað til hefur það ekki verið talið mjög erfið hindrun í því samstarfi sem á sér stað innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að slíkar skattaívilnanir hafa verið til.