Yfirlitsskýrsla um alþjóðamál

Fimmtudaginn 13. apríl 2000, kl. 12:52:30 (6536)

2000-04-13 12:52:30# 125. lþ. 100.1 fundur 612. mál: #A yfirlitsskýrsla um alþjóðamál# skýrsl, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 125. lþ.

[12:52]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. andsvarið. Ég er samt þeirrar skoðunar að betur megi skýra þá framtíðarsýn sem kemur fram í þessari yfirlitsskýrslu. Vissulega er þar farið yfir alla helstu málaflokka en eins og ég tók fram í ræðu minni þyrfti að forgangsraða umhverfismálunum framar, leggja meiri áherslu á þróunarsamvinnu og þá sérstaklega aðstoð við konur og börn í fátækustu ríkjum heims og einnig á sérstaka aðstoð við fátækustu ríki heims. Ég tel þetta vera forgangsmál í utanríkisstefnu Íslands. Vissulega er margt mjög vel gert nú um stundir en það er aldrei svo að ekki megi gera betur. Ég held að við ættum að sýna ögn meiri metnað í þessum málum og sérstaklega huga að umhverfismálunum.