Lax- og silungsveiði

Fimmtudaginn 13. apríl 2000, kl. 19:33:49 (6611)

2000-04-13 19:33:49# 125. lþ. 101.10 fundur 551. mál: #A lax- og silungsveiði# (gjaldtaka o.fl.) frv., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 125. lþ.

[19:33]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Það frv. sem mælt er fyrir er flutt til að lagfæra annmarka sem verið hafa á lögunum og samræma ákvæði þeirra, einkum er varðar fiskræktar- og fiskeldismál. Hins vegar er um að ræða breytingar sem eru gerðar til að ákvæðin samrýmist betur lögmætisreglunni um heimild til töku skatta og þjónustugjalda. Samkvæmt þessu frv. er gert ráð fyrir að það sé hægt til að fjármagna þá starfsemi sem á að fara fram. Gerð er ítarleg grein fyrr þessu máli, hæstv. forseti, í frv. og í grg. með því. Ég vísa til þess og vænti þess að það verði nánar farið ofan í saumana á því í hv. landbn. og legg til að því verði að lokinni umræðuni vísað til 2. umr. og hv. landbn.