Athugasemd um 54. gr. þingskapa

Miðvikudaginn 26. apríl 2000, kl. 10:34:55 (6615)

2000-04-26 10:34:55# 125. lþ. 102.92 fundur 461#B athugasemd um 54. gr. þingskapa#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 125. lþ.

[10:34]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Í 54. gr. þingskapa segir að þingmaður sem hefur óskað að taka til máls skuli mæla úr ræðustól en frá þessu megi víkja ef nauðsyn krefur. Þannig er ástatt fyrir hv. 4. þm. Norðurl. e., Seingrími J. Sigfússyni, að hann mun fram að þinglokum ekki geta staðið í ræðustól þegar hann tekur til máls. Hann hefur til bráðabirgða fengið nýtt sæti í salnum og hefur verið settur hljóðnemi við sætið þannig að hann geti talað úr sæti sínu þegar og ef hann kveður sér hljóðs og fær hann þá orðið.