Bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna

Miðvikudaginn 26. apríl 2000, kl. 11:25:49 (6626)

2000-04-26 11:25:49# 125. lþ. 102.14 fundur 241. mál: #A bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna# frv. 27/2000, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 125. lþ.

[11:25]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Það kemur berlega fram í máli okkar hv. ræðumanns Péturs Blöndals að skoðanir okkar stangast alvarlega á varðandi það hverjir eigi að koma að fyrirtækjarekstri og hvernig eigi að standa að því.

Það hefur sýnt sig að á suðvesturhorninu hefur það verið þannig undanfarin ár að lágmarkslaun sem um er samið hafa ekkert verið í gildi að því leyti til að launþegar hafa fengið miklu hærri laun. Þetta, þ.e. lágmarkslaunasamningur, snýr að landsbyggðinni, því miður. Síðan er það staða öryrkja og aldraðra, það er það sem okkur ber að skoða, að það eru þeir sem fá alltaf viðmiðun við lægstu laun. Þess vegna hef ég verið með þann málflutning að setja eigi lög um lágmarkslaun vegna þeirra aðila sem koma ekki að samningum eins og aldraðir og öryrkjar. Ég tala um það fólk sem á bágt með að fá vinnu nema hjá fyrirtækjum sem greiða eftir lægstu launaflokkunum.