Bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna

Miðvikudaginn 26. apríl 2000, kl. 11:27:08 (6627)

2000-04-26 11:27:08# 125. lþ. 102.14 fundur 241. mál: #A bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna# frv. 27/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 125. lþ.

[11:27]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hefði skilið ræðu hv. þm. fyrir um sex árum þegar lágmarkslaunin voru 45 þús. kr. og aðilar vinnumarkaðarins höfðu samið um þau laun. En síðan þá hefur mikið breyst og nú eru menn að semja um hækkun frá 70 þús. kr. upp í 90 þús. kr. Ég skil ekki vantrú hv. þm. á verkalýðshreyfingunni. Mér finnst verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda hafa staðið sig ljómandi vel í því undanfarin ár að hækka lægstu laun þannig að þau stefna í það að verða 90 þús. kr. Ég sé ekki annað en að hv. þm. eigi að fara að treysta verkalýðshreyfingunni betur.