Þjóðlendur

Miðvikudaginn 26. apríl 2000, kl. 12:04:05 (6641)

2000-04-26 12:04:05# 125. lþ. 102.16 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, Frsm. ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 125. lþ.

[12:04]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að rétt hafi verið hjá hv. þm. Pétri Blöndal að þegar þetta var upphaflega samþykkt var gert ráð fyrir tekjum til sveitarfélaganna, tekjustofnum til sveitarfélaganna af skipulagsmálum. En í þessu máli komu ekki athugasemdir fram við þá umræddu grein sem hv. þm. gerir að umræðuefni.

Aftur á móti skil ég sjónarmið hv. þm. Péturs Blöndals um gegnsæi í fjármálum ríkisins og það er í rauninni ekkert óeðlilegt að taka umræðu um hvort ríkið eigi ekki að borga skatta af landsvæði eða eignum sínum alveg eins og allir aðrir.