Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 13:34:31 (6676)

2000-04-27 13:34:31# 125. lþ. 103.91 fundur 464#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[13:34]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að kl. 3.30 síðdegis fer fram umræða utan dagskrár um endurmat á verðmæti Landssímans og ríkisstuðning. Málshefjandi er hv. þm. Lúðvík Bergvinsson. Hæstv. samgrh. Sturla Böðvarsson verður til andsvara.

Að öðru leyti vill forseti taka fram um þinghaldið í dag að að lokinni utandagskrárumræðu verða atkvæðagreiðslur um þau mál sem þá verður lokið umræðu um, þ.e. upp úr kl. 4. Það er reiknað með kvöldfundi en gert verður hlé á fundinum milli kl. 19.30 og 20.30. Að öðru leyti verður reynt að fylgja hinni prentuðu dagskrá. Þó má gera ráð fyrir að einhverjum málum verði frestað eða þau færist aftar á dagskrána eftir því sem á stendur fyrir flutningsmönnum eða framsögumönnum. Forseti vill biðja þingmenn að gaumgæfa það.