Almenn hegningarlög

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 16:01:41 (6714)

2000-04-27 16:01:41# 125. lþ. 103.1 fundur 359. mál: #A almenn hegningarlög# (vitnavernd, barnaklám o.fl.) frv. 39/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[16:01]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þær lagabreytingar sem hér eru lagðar til eru um margt ágætar en ég treysti mér ekki til að greiða þessu frv. atkvæði og vil að komi fram mjög ákveðnar efasemdir sem ég hef um orðalag 6. gr. frv. en þar er fjallað um ofbeldi gagnvart vitnum. Þar segir að viðkomandi skuli sæta fangelsisvist eða sektum ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi. Í mínum huga er mjög vandséð að fyrir því geti verið sérstakar málsbætur að beita vitni ofbeldi, vitni sem gefur lögreglunni upplýsingar. Ég tel mjög vandséð að fyrir því geti verið nokkrar málsbætur að beita slíkt vitni ofbeldi.