Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 17:11:22 (6724)

2000-04-27 17:11:22# 125. lþ. 103.9 fundur 460. mál: #A stjórn fiskveiða# (gildistími ákvæða um veiðar smábáta) frv. 93/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[17:11]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Spurningin um ómakleg ummæli eða ekki, röng ummæli, ósannindi. Hv. þm. fullyrti það í sjónvarpsþætti í gær að hvorki Vinstri hreyfingin -- grænt framboð né Frjálslyndi flokkurinn hefðu komið fram með frumvörp, tillögur um lagabreytingar á fiskveiðistjórnarlögum, það voru fullyrðingar hv. þm., og þær eru rangar.