Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 17:53:29 (6734)

2000-04-27 17:53:29# 125. lþ. 103.9 fundur 460. mál: #A stjórn fiskveiða# (gildistími ákvæða um veiðar smábáta) frv. 93/2000, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[17:53]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sagði í málflutningi mínum að það væri brilljant að vinna að hlutum eins og við gerðum vegna þess að þar er settur fram samstarfsrammi. Það þýðir ekki að flokkarnir séu sammála í einu og öllu um útfærslu, en það hlyti að verða samningsatriði. Auðvitað gátu fleiri, og Samfylkingin líka, komið í raun að þeirri vinnu --- það var ekkert útilokað --- á sama hátt og gert var við framsetningu málsins. Þar kemur skýrt fram hverjar áherslur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs eru og hverjar áherslur Frjálslynda flokksins eru. Ekkert hefði verið því til fyrirstöðu að í slíku vinnuferli hefðu á sama hátt verið settar fram áherslur Samfylkingar varðandi hlutina. Það reyndi bara aldrei á það.