Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 18:00:43 (6740)

2000-04-27 18:00:43# 125. lþ. 103.9 fundur 460. mál: #A stjórn fiskveiða# (gildistími ákvæða um veiðar smábáta) frv. 93/2000, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[18:00]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að samkvæmt málflutningi forsvarsmanna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum sé þeim ekki ókunnugt um áherslur okkar og stefnu því í umræðunni í dag er margbúið að vitna í hana og krefjast ítarlegra svara um einstök mál í stefnunni. Hún virðist lúslesin af forsvarsmönnum Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum. Ég held því að málin hljóti að standa þannig að samfylkingarfólki sé fullkunnugt um áherslur okkar hvað varðar sjávarútvegsmál. Standi hugur til samvinnu á þeim grunni þá held ég að það sé auðvelt.