Brunatryggingar

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 19:47:21 (6758)

2000-04-27 19:47:21# 125. lþ. 103.42 fundur 285. mál: #A brunatryggingar# (Landskrá fasteigna) frv. 40/2000, PHB
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[19:47]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur. Hér er verið að leggja álögur á fasteignaeigendur þó fjöldamargir aðrir í þjóðfélaginu njóti góðs af, bæði opinberir aðilar og aðrir. Hins vegar njóta fasteignaeigendur góðs af þessu líka. Ég vil minna á að umsögn Húseigendafélagsins var mjög jákvæð. Þá var gert ráð fyrir að hækka gjaldið í örfá ár.

Hér er lagt til að gjaldið verði þrefalt meira en orðið hefði í fjögur ár. Þarna eru greidd aukaárgjöld en í staðinn fellur gjaldið niður um aldur og ævi frá þeim tíma. Lagt er til að þessi skattur á húseigendur falli niður frá og með árinu 2005 finnst mér vera mjög jákvætt í þessu máli.

Hér er um að ræða gjald sem af 13 millj. kr. íbúð var 325 kr. en fer upp í 1.300 kr. eftir breytinguna, þ.e. 975 kr. hækkun á hverja sæmilega góða íbúð.