Viðskiptabankar og sparisjóðir

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 21:27:42 (6788)

2000-04-27 21:27:42# 125. lþ. 103.44 fundur 489. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (póstþjónusta) frv. 48/2000, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[21:27]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá efh.- og viðskn. við frv. til laga um breytingu á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði.

Frv. þetta er einungis tvær greinar, þ.e. ein efnismálsgrein og svo önnur gildistökugrein.

Með frumvarpinu er lagt til að viðskiptabönkum og sparisjóðum verði heimilað að veita póstþjónustu fyrir hönd aðila sem leyfi hafa til að veita slíka þjónustu. Er það mikilvægt þar sem samvinna um slíka þjónustu leiðir til þess að unnt verður að veita hana víðar en ella.

Við meðferð málsins urðu nokkrar umræður um fækkun starfsmanna póstsins vegna þessara breytinga. Leggur nefndin áherslu á að þar sem fjölga þarf starfsfólki í bönkunum til að sinna póstþjónustunni verði starfsmenn póstsins látnir hafa forgang til starfanna eftir því sem kostur er.

Efh.- og viðskn. skrifar öll undir þetta án fyrirvara að öðru leyti en því að hv. þm. Ögmundur Jónasson er með fyrirvara við þetta mál.