Brunatryggingar

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 13:55:49 (6811)

2000-04-28 13:55:49# 125. lþ. 104.8 fundur 285. mál: #A brunatryggingar# (Landskrá fasteigna) frv. 40/2000, MF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[13:55]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni frv. sem felur í sér töluverðar breytingar hvað varðar landskráningu fasteigna og nýja stofnun þar sem kostnaði er að fullu velt yfir á fasteignaeigendur og þýðir það verulega hækkun. Umsýslugjald Fasteignamats ríkisins, sem frv. gerir ráð fyrir, hækkar úr 50 milljónum í 200 milljónir og þýðir það 8--9% heildarhækkun á gjöldum húseigenda sem grundvallast á brunabótamati. Minni hlutinn, við hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir, leggjumst gegn því að kostnaðurinn af þeirri breytingu, sem hér er verið að koma á, sé að fullu færður yfir á fasteignaeigendur og munum þess vegna ekki greiða atkvæði með þessu frv.