Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 14:02:02 (6813)

2000-04-28 14:02:02# 125. lþ. 104.11 fundur 260. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða# (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða) frv. 56/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[14:02]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Það frv. sem við erum að greiða atkvæði um felur í sér ýmsar nauðsynlegar breytingar á lífeyrissjóðalöggjöfinni. Veigamesta breytingin er að lífeyrissjóðum er færð heimild til að fjárfesta erlendis og heimild til kaupa á hlutabréfum er rýmri en verið hefur. Samtök lífeyrissjóða vildu ganga mun lengra en þetta frv. gerir. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð vill ganga varlega til verks í þessum efnum og fellst á þá málamiðlun sem þetta frv. felur í sér.