Fæðingar- og foreldraorlof

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 16:12:36 (6830)

2000-04-28 16:12:36# 125. lþ. 104.22 fundur 623. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof# (heildarlög, breyting ýmissa laga) frv. 95/2000, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[16:12]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Aðeins vegna þess að hæstv. fjmrh., varaformaður Sjálfstfl., er farinn úr salnum og er ekki lengur á mælendaskrá þá vildi ég spyrja hv. þm. sem talaði síðast, Þorgerði K. Gunnarsdóttur, sem er ungur sjálfstæðismaður, um þá stefnu Heimdallar og stefnu sem mörkuð var á landsfundi Sjálfstfl. þegar landsfundur Sjálfstfl. hafnaði því að réttur foreldra væri bundinn, þ.e. þrír mánuðir hjá móður og þrír hjá föður. Ég vil spyrja þá hvort þetta frv. er í andstöðu við sjálfstæðismenn eða hvort sjálfstæðismenn hafa séð að sér og séð að það sem þeir ályktuðu á landsfundi Sjálfstfl. í þessum efnum hafi bara hreinlega verið rangt eða vitlaust.

Enn fremur vil ég spyrja, ef hv. þm. getur svarað því fyrir hönd Sjálfstfl., um það sem kemur fram hjá ungum dreng, varaformanni Heimdallar og ritstjóra Frelsis.is, sem hefur verið að ítreka þetta atriði sem kemur fram á vefsíðu þessa apparats, þar sem hann krefst þess hreinlega að sjálfstæðismenn á Alþingi og í ríkisstjórn beiti sér fyrir því að farið verði að því, og þetta frv. sé í takt við það sem landsfundur Sjálfstfl. ályktaði.