Fæðingar- og foreldraorlof

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 16:14:07 (6831)

2000-04-28 16:14:07# 125. lþ. 104.22 fundur 623. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof# (heildarlög, breyting ýmissa laga) frv. 95/2000, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[16:14]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Vissulega styður Sjálfstfl. þetta merka frv. og annars hefði frv. væntanlega aldrei náð fram. Frjáls skoðanaskipti tíðkast innan Sjálfstfl. Þau verða alltaf viðhöfð. Ég veit ekki hvernig þetta er innan Samfylkingarinnar. En sem betur fer erum við með skiptar skoðanir á öllum málum. Það er hollt fyrir lýðræðið. Það er hollt fyrir alla flokka.

Varðandi það sem kemur fram í landsfundarályktuninni Sjálfstfl. þá stríðir þetta engan veginn gegn henni. Ég vil meina að í landsfundarályktun Sjálfstfl. séum við jafnvel komin aðeins lengra inn í einmitt þá framtíðarsýn sem ég var að benda á áðan, þ.e. að einhvern tíma verði fæðingarorlofið 12 mánuðir sem verði veitt til foreldra og þau geti ráðstafað því að eigin vild. Það er framtíðarsýn mín. En þetta er skref í átt að því markmiði.