Þjóðlendur

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 18:09:03 (6851)

2000-04-28 18:09:03# 125. lþ. 104.24 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[18:09]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég lýsti fullu trausti á óbyggðanefnd og úrskurði hennar. Óbyggðanefnd er nánast ígildi sérdómstóls hjá okkur. Hins vegar tók ég dæmi af því að hugsanlega væri í kröfunefnd ríkisins aðili sem hefði slíka hagsmuni. Það sem hefur staðið upp úr í umræðunni úti um landið í þessu efni er að mönnum þykir og mér þykir það sjálfum, að kröfunefnd ríkisins gangi fram með fullmiklum krafti í þessu máli.