Þjóðlendur

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 18:27:11 (6853)

2000-04-28 18:27:11# 125. lþ. 104.24 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[18:27]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er nokkuð viss um að það er ekki fremur meining stjórnarþingmanna og hæstv. ráðherra sem nefndur er til sögunnar að gera sig dýrlega í augum bænda en þess hv. þm. sem talaði hér síðastur.

Ég vil árétta það að við hljótum að treysta óbyggðanefnd sem hefur vægi sérdómstóls á flesta grein. Málið er farið af stað í ákveðnum farvegi og við hljótum að treysta réttarfari í landinu. Ef dómar verða ekki á grundvelli þinglýstra lögmætra pappíra getur vissulega fleira upp raknað í réttarfari heldur en þetta. En frv. sem við erum að ræða hér er til þess fallið að létta kostnaði af umstangi landeigenda við heimildaöflun og þess að reka mál, sækja mál og verja mál og það er að sjálfsögðu það sem ég segist vera að styðja.