Þjóðlendur

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 19:07:30 (6864)

2000-04-28 19:07:30# 125. lþ. 104.24 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[19:07]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að hv. þm. með alla þingreynslu sína svaraði ekki því sem ég spurði hann. Honum dugði ekki þrjátíu ára þingreynsla til að svara því. Telur hann að mismuna eigi landsins þegnum með það varðandi lögformlegan rétt þinglýsinga og annarra slíkra lögformlegra gjörninga? Á að mismuna landsins þegnum? Hver er munurinn á bónda fyrir ofan Reykjavík eða landeiganda? Það er ekki meiri hluti bændur sem eru landeigendur enda snýst ekki málið um það. Málið snýst um að allir standi jafnt í þeim kröfum sem unnið er eftir. Ég ítreka aftur spurningu mína: Hvernig finnst hv. þm. Sighvati Björgvinssyni, með alla sína þingreynslu, það samræmast þessum vinnubrögðum og þessari kröfugerð ríkisstjórnarinnar að selja svo ríkisjarðir fyrir slikk eða sem kunningjagreiða?