Afgreiðsla utanrmn. á þáltill. um endurskoðun viðskiptabanns á Írak

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 10:40:38 (6870)

2000-05-04 10:40:38# 125. lþ. 105.91 fundur 477#B afgreiðsla utanrmn. á þáltill. um endurskoðun viðskiptabanns á Írak# (aths. um störf þingsins), TIO
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 125. lþ.

[10:40]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Það sem hv. síðasti ræðumaður sagði þegar hann lýsti því hvernig þetta mál hefur verið afgreitt í utanrmn. er alveg hárrétt. Það var ekki vilji fyrir því í meiri hluta utanrmn. að afgreiða málið úr nefndinni. Það er ekki nýmæli að mál séu látin liggja í nefndum. Þess eru mörg dæmi og liggja til þess ýmsar mismunandi ástæður. Það er ekkert því til fyrirstöðu, ef menn telja að slík vinnubrögð eigi ekki að viðgangast, að komast að grundvallarniðurstöðu um það. Þá getum við endurskoðað störf nefnda í sambandi við það en hér er ekki um nýmæli að ræða. Þetta hefur oft gerst áður og er hluti af því sem tíðkast hefur í nefndum þingsins.