Fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2000

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 12:10:37 (6883)

2000-05-04 12:10:37# 125. lþ. 105.20 fundur 581. mál: #A fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2000# þál. 8/125, Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 125. lþ.

[12:10]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2000.

Með þessari þáltill. er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á samningi milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2000. Í samningnum er meðal annars kveðið á um það nýmæli að færeyskum skipum er heimilt á loðnuvertíðunum 1999/2000 og 2000/2001 að veiða allt að 10.000 lestir af loðnu á hvorri vertíð innan lögsögu Íslands úr veiðiheimildum sem fengnar eru með samningum færeyskra og grænlenskra stjórnvalda.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Undir nál. rita Tómas Ingi Olrich, Jón Kristjánsson, Árni R. Árnason, Einar K. Guðfinnsson, Jónína Bjartmarz, Vilhjálmur Egilsson, Sighvatur Björgvinsson og Steingrímur J. Sigfússon.