Fullgilding samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jafnrétti

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 12:16:54 (6886)

2000-05-04 12:16:54# 125. lþ. 105.23 fundur 584. mál: #A fullgilding samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jafnrétti# þál. 11/125, Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 125. lþ.

[12:16]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 156, um jafna möguleika og jafnrétti til handa körlum og konum í atvinnu: Starfsfólk með fjölskylduábyrgð.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 156. Nefndin hefur haft til hliðsjónar við vinnu sína frv. til laga um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna sem verið hefur til umfjöllunar í félmn.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt. Undir nál. rita Tómas Ingi Olrich, Jón Kristjánsson, Árni R. Árnason, Einar K. Guðfinnsson, Jónína Bjartmarz, Vilhjálmur Egilsson, Sighvatur Björgvinsson og Steingrímur J. Sigfússon.