Staðfesting ýmissa ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 16:39:04 (6915)

2000-05-04 16:39:04# 125. lþ. 106.6 fundur 587. mál: #A staðfesting ýmissa ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar# þál. 12/125, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 125. lþ.

[16:39]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta mál fær að sjálfsögðu umfjöllun á hv. Alþingi í haust þegar það kemur fram í formi frv. Vegna þess að hv. þm. talaði um það sem mikið vandamál að hér ætti að koma á þessum aðskilnaði, þá get ég frætt hann um það að þegar frv. var í vinnslu á fyrri stigum í ráðuneytinu var það sent út til orkufyrirtækja sem brugðust mjög jákvætt við þessari breytingu. Ég held því að hv. þm. hafi ekki kynnt sér nægilega vel álit orkufyrirtækjanna á þessum nýjungum sem þarna er verið að boða.