Atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 21:16:52 (6941)

2000-05-04 21:16:52# 125. lþ. 106.11 fundur 618. mál: #A atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða# frv., 619. mál: #A atvinnuréttindi skipstjórnarmanna# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 125. lþ.

[21:16]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það var ekki borið undir samgrn. að gera þær breytingar sem samgn. gerir, enda er ekki gert ráð fyrir því að leita samþykkis ráðherra eða ráðuneytis fyrir breytingum hér í þinginu. Hins vegar er mikilvægt, ég legg mikið upp úr því, að leitað sé samráðs og samráð haft við ráðherra um mikilvægar breytingar á frv. sem viðkomandi ráðherra hefur lagt fram. Hér er hins vegar um það að ræða að hvorki meira né minna en öll nefndin stendur að þessum breytingum og því er úr vöndu að ráða í þessu tilviki. Ég hef á hinn bóginn ekkert á móti því og veit raunar að hv. formaður samgn. hefur undirbúið fundi í nefndinni til þess að fara yfir þessi mál milli 2. og 3. umr. Mönnum gefst þá færi á að líta yfir málið í heild sinni og það er auðvitað mikilvægt til þess að reyna að ná sem víðtækastri samvinnu um málið. En það var engin staðfesting gefin af hálfu samgrn. um að samgn. væri óhætt að gera brtt.