Staðfest samvist

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 22:24:34 (6954)

2000-05-04 22:24:34# 125. lþ. 106.14 fundur 558. mál: #A staðfest samvist# (búsetuskilyrði o.fl.) frv. 52/2000, SJS
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 125. lþ.

[22:24]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta mál. Ég fagna frv. mjög og ég lít á þetta sem lagfæringu á ágalla á löggjöf okkar þar sem skort hefur upp á að allir væru jafnir fyrir lögunum án tillits til litarháttar, skoðana, trúarbragða eða kynhneigðar. Mér finnst sérstaklega mikilvægt að verið er að gera ráðstafanir til að tryggja jafnrétti barna gagnvart lögunum. Ég mun greiða þessu máli atkvæði mitt með sérstakri gleði, herra forseti.