Bréfasendingar alþingismanna

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 10:48:05 (6983)

2000-05-08 10:48:05# 125. lþ. 107.91 fundur 485#B bréfasendingar alþingismanna# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 125. lþ.

[10:48]

Forseti (Halldór Blöndal):

Vegna fyrirspurna sem beint hefur verið til forseta vil ég að fram komi að sú er skoðun forseta að þingflokkar hafi rýmilegt fé til að póstsenda bréf í þeim mæli sem hér hefur verið lýst og í þeim tilgangi sem hér hefur verið lýst.

Ég vil jafnframt að það komi fram að eðlilegt er að bréfsefni Alþingis sé notað af forseta þingsins og skrifstofunni. Ef aðrir senda bréf verður að auðkenna það sérstaklega með bréfhaus einstakra nefnda, einstakra þingmanna eða þingflokka.