Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 18:15:48 (7052)

2000-05-08 18:15:48# 125. lþ. 108.5 fundur 260. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða# (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða) frv. 56/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[18:15]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þessi tillaga gengur út á að skera á tengslin milli verkalýðssamstakanna annars vegar og lífeyrissjóðanna hins vegar. Það voru verkalýðssamtökin í landinu sem smíðuðu lífeyrissjóðakerfið og þau sem hafa staðið vörð um þetta kerfi þegar að því hefur verið sótt. Þessi tillaga gengur út á að þrengja lýðræðið og skera á þessi tengsl. Ég segi nei.