Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 20:33:57 (7074)

2000-05-08 20:33:57# 125. lþ. 108.25 fundur 556. mál: #A vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum# (hreindýr) frv. 100/2000, ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[20:33]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég kem upp til þess að undirstrika það sem fram kom í máli hv. formanns umhvn. Ólafs Arnar Haraldssonar að nefndin öll stendur að þessu nefndaráliti og einnig til þess að lýsa ánægju minni með þá breytingu sem gerð var í meðförum nefndarinnar, þ.e. á því verklagi að yfirumsjón verkefnisins skyldi vera flutt til Náttúrustofu Austurlands enda eðlilegt að heimamenn hafi slíka starfsemi með höndum.