Könnun á læsi fullorðinna

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 21:03:28 (7085)

2000-05-08 21:03:28# 125. lþ. 108.31 fundur 55. mál: #A könnun á læsi fullorðinna# þál. 17/125, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[21:03]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um könnun á læsi fullorðinna frá menntmn.

Tillaga þessi var áður flutt á 123. löggjafarþingi og þá náðist ekki að ljúka umfjöllun um hana. Með tillögunni er lagt til að menntmrh. láti fara fram könnun á læsi Íslendinga. Lagt er til að könnunin verði gerð á árunum 2000 og 2001 og taki til aldurshópanna 18--67 ára. Þá verði við undirbúning og framkvæmd haft samráð við aðila vinnumarkaðarins.

Fram kom í máli gesta, sem komu á fund nefndarinnar til að fjalla um málið og í umsögnum, að mikil sátt ríkir um tillöguna. Leggur nefndin til að hún verði samþykkt óbreytt. Menntmn. er einróma í áliti sínu.